Fyrri mynd
Nęsta mynd
...
Ok
Velkomin į heimasķšuna okkar. Viš notum vefkökur (e. cookies) til žess aš bęta upplifun žķna og greina umferš um sķšuna. Meš žvķ aš nota vefsķšuna samžykkir žś notkun į vefkökum og skilmįla okkar.
Opna valmynd Loka valmynd
 
 

Opið

mánudaga til föstudaga
frá kl. 8 til 17
Nánari upplýsingar
& pöntunarsími
511 4111

Hafa samband


Áhugavert lesefni

 

07. nóvember 2019 - Kl. 14:50
Sjúkraþjálfarar hætta að vinna samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands

 

Orðsending til skjólstæðinga sjúkraþjálfara

 

Sjúkraþjálfarar hafa unnið eftir rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) sem sem rann út þann 31. janúar s.l. en framlengdur hefur verið einhliða af hálfu SÍ.

SÍ hafa auglýst útboð á sjúkraþjálfun á höfuðborgarsvæðinu án nokkurs samráðs við sjúkraþjálfara sem veitendur þjónustunnar.  Útboðið sem SÍ hefur boðað og skilmálar þess telja sjúkraþjálfarar skaðlegt fyrir sjúkraþjálfun í landinu og ógna fagþróun sjúkraþjálfunar í landinu til lengri tíma litið.  Einnig telja þeir það vinna gegn hagsmunum notenda sjúkraþjálfunar.

Við þessar aðstæður sjá sjúkraþjálfarar sér ekki annað fært en að stíga til hliðar og hætta að starfa eftir útrunnum rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands um óákveðinn tíma frá og með 12. nóvember næstkomandi.

Sjúkraþjálfarar hafa þrátt fyrir það boðið SÍ að vera áfram í rafrænum samskiptum er varðar lögbundnar endurgreiðslur til sjúkratryggðra, þeim til hagræðis.

Þjónustan gagnvart skjólstæðingum mun ekkert breytast, þetta er ekki verkfall. Öll þjónusta sjúkraþjálfara verður á sínum stað, allir tímar munu standast og hópar munu halda áfram í óbreyttu formi.

Það eina sem breytist gagnvart skjólstæðingum sjúkraþjálfara er að greiða þarf aukalega mismun á gjaldskrá sjúkraþjálfunarstofunnar og gjaldskrá SÍ (að því gefnu að SÍ þekkist boð sjúkraþjálfara um að halda áfram rafrænum samskiptum).

 

 

Með vinsemd og virðingu

Félag sjúkraþjálfara


Žessi sķša hefur veriš skošuš: 344140 sinnum.