Fyrri mynd
Nęsta mynd
...
Ok
Velkomin į heimasķšuna okkar. Viš notum vefkökur (e. cookies) til žess aš bęta upplifun žķna og greina umferš um sķšuna. Meš žvķ aš nota vefsķšuna samžykkir žś notkun į vefkökum og skilmįla okkar.
Opna valmynd Loka valmynd
 
 

Opið

mánudaga til föstudaga
frá kl. 8 til 17
Nánari upplýsingar
& pöntunarsími
511 4111

Hafa samband


Áhugavert lesefni

 

02. mars 2015 - Kl. 11:57
Nútímaleg þjálfun fyrir börn með heilaskaða

Sjúkraþjálfunin AFL býður upp á þjálfun fyrir börn með heilaskaða með aðstoð tölvuforritsins Mitii. Upphaflega var Mitii forritið hannað fyrir börn með heilalömun (CP) en rannsóknir hafa sýnt að þjálfun með forritinu getur aukið bæði hreyfigetu og vitræna færni hjá öllum einstaklingum með heilaskaða.

Heilinn býr yfir aðlögunarhæfni
Lengi var talið að taugafrumum gæti ekki fjölgað og því væri skaði í heila óbætanlegur. En í dag vitum við að það er hægt að þjálfa heilann og með réttri þjálfun getum við fjölgað taugafrumum, búið til nýjar taugatengingar og ný tauganet í heilanum. Heilinn býr yfir mikilli getu til aðlögunar. Starfsemi hans breytist stöðugt á lífsleiðinni bæði vegna samspils erfða og umhverfis en einnig þróast hann við nám og þjálfun. Þessi aðlögunarhæfni gerir það mögulegt að hægt er að hafa áhrif á heilann eftir sjúkdóma eða slys með viðeigandi þjálfun. 


Þjálfun þarf að innihalda 4 þætti
Rannsóknir hafa sýnt að til að ná sem bestum árangri og stuðla að langvarandi breytingum í heilanum þarf þjálfunin að innihalda eftirfarandi fjóra þætti: 
 
  • Tíða ástundun. Tíðar æfingar bæta grunntengingar heilans. Ráðlagt er að æfa að minnsta kosti hálftíma á dag í tólf vikur. 
  • Þjálfunin þarf að vera krefjandi en samt ekki það erfið að ómögulegt verði að leysa verkefnið. 
  • Margar endurtekningar. 
  • Virk þátttaka einstaklingsins, þar sem einbeiting og athygli eru mikilvægir þættir.

Aðgengilegt þjálfunarkerfi
„Vandamálið með svona þjálfun er að hún krefst daglegrar þjálfunar í að minnsta kosti 30 mínútur í 12 vikur. Ekkert heilbrigðiskerfi hefur fjármagn til að bjóða einstaklingum daglega þjálfun með sjúkraþjálfara eða öðrum fagaðila. Mitii þjálfunin hentar því mjög vel, því að fyrir klukkustundar vinnu sjúkraþjálfara fær einstaklingurinn daglega þjálfun í viku á eigin heimili þegar honum hentar,“ segir Stefán Örn Pétursson, sjúkraþjálfari hjá AFL. Þjálfunin fer fram á internetinu undir eftirliti sjúkraþjálfara. Í upphafi er færni og geta þátttakenda mæld. Í kjölfarið setur sjúkraþjálfarinn svo upp sérsniðna æfingaáætlun fyrir viðkomandi sem hann endurmetur síðan vikulega. Notandinn þarf að hafa aðgang að pc tölvu, tölvuskjá eða sjónvarpi og nettengingu. Hver þátttakandi fær lánaða Kinect hreyfimyndavél meðan á þjálfuninni stendur. 
 
Nútímaleg þjálfun 
Mitii þjálfunin byggir á nýjustu rannsóknum heila- og taugavísinda. Þjálfunin samanstendur af mörgum smáverkefnum sem viðkomandi þarf að leysa bæði hugrænt og með hreyfingu. Markmiðið með æfingunum er að netkerfi heilans séu stöðugt að taka við nýjum upplýsingum, takast á við nýjar áskoranir með hæfilega krefjandi verkefnum til að framfarir eigi sér stað bæði í hreyfifærni og ekki síður í vitrænni getu. Taugakerfi heilans eru mörg hver samnýtt og því er mikilvægt að þjálfa samtímis vitræna þáttinn sem og hreyfigetu einstaklingsins til að sem bestur árangur náist. 
Nánari upplýsingar veitir Stefán Örn Pétursson sjúkraþjálfari, stefan@aflid.is 
 
grein birtist í Fréttatímanum 27.02.2015  
http://www.frettatiminn.is/wp-content/uploads/2015/02/27_02_2015_LR1.pdf
 
 

Žessi sķša hefur veriš skošuš: 354600 sinnum.