Fyrri mynd
Nęsta mynd
...
Ok
Velkomin į heimasķšuna okkar. Viš notum vefkökur (e. cookies) til žess aš bęta upplifun žķna og greina umferš um sķšuna. Meš žvķ aš nota vefsķšuna samžykkir žś notkun į vefkökum og skilmįla okkar.
Opna valmynd Loka valmynd
 
 

Opið

mánudaga til föstudaga
frá kl. 8 til 17
Nánari upplýsingar
& pöntunarsími
511 4111

Hafa samband


Áhugavert lesefni

 

Hvað er sykursýki?

 

Sykursýki er ekki afleiðing of mikils sykuráts heldur þess að sykurefnin úr mat og drykk komast ekki inn í frumur líkamans. Þar nýtist sykurinn til að mynda orku svo frumur geti búið til nýjar frumur og framleitt hormón, ensím og margt fleira. Þegar sykurinn safnast fyrir í blóðinu  á þennan hátt verður of mikið af honum og líkaminn skilar honum út í þvagi. Of hátt sykurinnihald skaðar bæði stórar og smáar æðar, til dæmis í hjarta, augum og nýrum, og hefur auk þess áhrif á starfsemi  tauga.

 

Til eru nokkrar tegundir sykursýki en þær tvær algengustu eru:

Sykursýki – tegund  1, þar sem ónæmiskerfið hefur drepið flestallar insúlínframleiðandi frumur líkamans.
Þeir sem eru með sykursýki – tegund 1 þurfa að sprauta sig með insúlíni nokkrum sinnum á dag.

Sykursýki – tegund 2, sem oftast gengur í erfðir. Tegund 2 fylgir oft í kjölfar offitu og hreyfingarleysis.
Einnig geta þeir sem eiga föður, móður, systur eða bróður með sykursýki tegund – 2 fengið sjúkdóminn, jafnvel þótt þeir séu í eðlilegri þyngd sjálfir.

 

Hreyfing er mikilvæg

Holl hreyfing hefur góð áhrif á blóðsykurinn. Þegar þú hreyfir þig breytist blóðsykurinn í orku.

Hreyfing er einnig góð aðferð til að missa nokkur kíló. Hún hefur jákvæð áhrif á blóðsykur, blóðþrýsting og kólesteról. Frumur í líkamanum, sérstaklega vöðvafrumur, verða betur í stakk búnar til að nýta blóðsykurinn og brisið á þá auðveldara með að framleiða nægilegt magn af insúlíni.

Blóðsykur, blóðþrýstingur og kólesteról lækka ef þú missir nokkur kíló.

Um leið hefur hreyfing áhrif gegn æðakölkun sem er oft vandamál hjá sykursjúkum.

Hreyfing gefur þér sterkari vöðva og bein og það eitt er þess virði.

Hreyfing getur verið t.d. léttur göngutúr, ganga upp tröppur, taka til heima og í garðinum, hjóla eða gera leikfimi.

 

 

 

Unnið úr bæklingi frá samtökum sykursjúkra

Nánari upplýsingar er að finna á www.diabetes.is

 


Žessi sķša hefur veriš skošuš: 2713 sinnum.