Fyrri mynd
Nęsta mynd
...
Ok
Velkomin į heimasķšuna okkar. Viš notum vefkökur (e. cookies) til žess aš bęta upplifun žķna og greina umferš um sķšuna. Meš žvķ aš nota vefsķšuna samžykkir žś notkun į vefkökum og skilmįla okkar.
Opna valmynd Loka valmynd
 
 

Opið

mánudaga til föstudaga
frá kl. 8 til 17
Nánari upplýsingar
& pöntunarsími
511 4111

Hafa samband


Áhugavert lesefni

 

Hléæfingar

Mikilvægt er að nota hléæfingar til að losa um spennu í vöðvum sem getur myndast við langvarandi einhæf störf. 

Við mælum með að þú standir upp úr stólnum á klukkutíma fresti, gangir um gólf og gerir 2 til 3 hléæfingar. Varast skal að teygja vöðva of harkalega, æfingarnar eiga ekki að valda sársauka.

Hér fyrir neðan eru hugmyndir að hléæfingum sem gott er að gera. Mundu að anda djúpt og rólega meðan þú gerir hverja æfingu, ekki halda niðri í þér andanum.

 


Æfing 1

Vertu bein(n) í baki. Snúðu öxlum í hringi, fyrst réttsælis og svo rangsælis. Gerðu þetta 15 sinnum í hvora átt.

 

 

 

Æfing 2

Vertu bein(n) í baki. Dragðu axlir aftur - pressaðu herðablöðin saman og dragðu svo axlir fram aftur.Endurtaktu þetta 15 sinnum.


                                                                         Æfing 3

Vertu bein(n) í baki. Dragðu inn andann um leið og þú lyftur öxlum upp í átt að eyrum. Láttu svo axlirnar síðan síga niður aftur og andaðu frá þér samtímis. Endurtaktu þetta 15 sinnum.

 Æfing 4

Vertu bein(n) í baki. Gríptu með báðum höndum um hnakka og þrýstu létt höfði niður að bringubeini. Haltu teygju í 30 sek.

 

 Æfing 5

Haltu öxl niðri og láttu eyra síga niður að gagnstæðri öxl. Hægt er að auka teygju með því að grípa um höfuðið og toga það létt nær öxlinni. Haltu teygju í 30 sek.

 

 

Æfing 6

Vertu bein(n) í baki. Haltu öxl niðri og láttu nef vísa í gagnstæðan handarkrika (gott svitalyktarpróf :) ) Gríptu um hnakka og togaðu höfuð létt fram til að auka teygjuna og haltu henni í 30 sek. 

Æfing 7

Vertu bein(n) í baki. Settu lófa milli herðablaða og þrýstu á olnboga með hinni hendi þannig að fingur færist niður eftir hryggsúlu. Passaðu að höfuð halli ekki fram á meðan teygt er.

         Æfing 8

         Réttu úr olnboga, togaðu fingur og úlnlið í beygju þannig
         að þú finnir góða teygju í framhandlegg.
         Haltu teygju í 30 sek.


Žessi sķša hefur veriš skošuš: 21340 sinnum.