Opið
frá kl. 8 til 17
Nánari upplýsingar
& pöntunarsími
511 4111
Áhugavert lesefni
![]() | |
Algeng meiðsli knattspyrnumanna
Knattspyrna er vinsælasta íþrótt í heimi. Það eru meira en 240 milljónir skráðra knattspyrnuiðkenda um allan heim og á Íslandi árið 2007 voru 17.439 iðkendur skráðir hjá ÍSÍ.
Flest knattspyrnumeiðsli verða á neðri útlimum, sem afmarkast við mjaðmargrind, mjaðmir, læri, hné, kálfa, fætur og ökkla. Rannsóknir á þessu sviði sýna að um 70% knattspyrnumeiðsla eru bráða meiðsli t.d. af völdum tæklingar, samstuðs eða ef leikmaður lendir illa eftir stökk, en um 30% eru álagsmeiðsli sem koma vegna of mikils álags á æfingum og keppni um lengri tíma. Dæmi um algeng álagsmeiðsli eru bólgur í náravöðvum, hásinarbólga og beinhimnubólga.
Rannsóknir sýna ennfremur að meiri hætta er á að verða fyrir meiðslum við keppni heldur en á æfingu. Meiðslatíðni kvenna í knattspyrnu er hærri en karla. Rannsóknir sýna einnig að leikmenn eru í meiri hættu að verða fyrir meiðslum þegar þeir eldast.
Meiðslatíðni í knattspyrnu er há samanborið við aðrar íþróttagreinar. Hinsvegar er alvarleiki meiðsla í knattspyrnu oft minni en í öðrum íþróttagreinum.
Með því að fræðast meira um hin almennu íþróttameiðsli átt þú meiri möguleika á því að fyrirbyggja meiðsli hjá sjálfum þér.
Aftanlæris tognun (Hamstring Injuries)
Ökklatognun (Ruptura Traumatica Ligamenti Lateralis Pedis)
Rifinn liðþófi (Meniscus lesion)
Kviðslit (Hernia)
Krossbandsslit (Ruptura Ligamentum Cruciatum Anterius)
Efni á aflid.is er aðeins ætlað til fræðslu og upplýsingar. Upplýsingar á aflid.is eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar sjúkraþjálfara, lækna eða annars fagfólks.
Žessi sķša hefur veriš skošuš: 20860 sinnum.