Fyrri mynd
Nęsta mynd
...
Ok
Velkomin į heimasķšuna okkar. Viš notum vefkökur (e. cookies) til žess aš bęta upplifun žķna og greina umferš um sķšuna. Meš žvķ aš nota vefsķšuna samžykkir žś notkun į vefkökum og skilmįla okkar.
Opna valmynd Loka valmynd
 
 

Opið

mánudaga til föstudaga
frá kl. 8 til 17
Nánari upplýsingar
& pöntunarsími
511 4111

Hafa samband


Áhugavert lesefni

 

Fitumælingar

baðvog1.jpg

Með fitumælingum er hægt að greina, með óbeinum hætti, hversu hátt fituhlutfall líkamans er.

Margar mismunandi aðferðir hafa verið með þetta fyrir augum og gefa þær skýrari mynd af líkamsástandinu heldur en því þegar notast er við þyngdarstuðulinn (BMI) sem sýnir einungis hlutfallið milli hæðar og þyngdar.

Fljótlegustu og mest notuðu aðferðirnar eru klípimælingar, ummálsmælingar og viðnámsmælingar.


Klípimæling:
Mikið notuð aðferð sem krefst þess að mælandinn hafi reynslu af slíkum mælingum
Mælingin byggir á því sambandi sem er milli fitu undir húð, iðrafitu og líkamsbyggingar en gerður er greinarmunur á aldri, kyni og kynþætti þegar mælistaðir eru valdir. Klipið er á fyrirfram ákveðnum stöðum og þykktin á fellingunni mæld með töng. Samanlögð þykkt allra mælistaðanna er svo borin saman við töflugildi sem sýnir fituprósentuna.

Viðnámsmæling:
Þessi aðferð er fljótleg og þægileg þar sem hún krefst engrar sérstakrar þjálfunar í framkvæmd. Tæknin byggir á því að vefir hafa mismundandi mikið viðnám gegn rafstraum sem ræðst af vatnsmagni. Yfirleitt er mælingin framkvæmd þannig að haldið er í haldföng á tækinu með útrétta arma eða staðið á skynjurunum. Þá er kveikt á mælingunni þannig að veikur rafstraumur berst um líkamann frá öðrum útlimnum til hins. Fituvefur inniheldur lítið af vatni en á vöðvavefur er hinsvegar 75% vatn sem segir manni að eftir því sem viðnámið er minna  því meira er vatnsmagnið og þarafleiðandi er fituprósentan lægri. Slík tæki gefa upplýsingar um fituprósentu og vatnsmagn sem getur verið nytsamlegt í sumum tilvikum. Ókosturinn við þessa aðferð eru skilyrðin sem þarf að uppfylla svo mælingin geti talist marktæk; Ekki má hafa neytt áfengis 8-12 klst fyrir mælingu né hafa verið á erfiðri æfingu. Jafnframt má viðkomandi ekki neyta matar eða drykkjar 2 klst fyrir mælingu svo mark sé takandi á henni.

Ummálsmæling:
Þessi tegund mælinga er notuð hjá feitu fólki sem ekki er unnt að klípimæla en líkt og í henni er mikilvægt að sá sem mælir hafi reynslu af slíkum mælingum. Ummálið er tekið á nokkrum stöðum sem ráðast af kyni. Breyturnar aldur, hæð og þyngd, ásamt ummálinu, eru svo notaðar t.a. reikna út fituprósentuna.


Žessi sķša hefur veriš skošuš: 10958 sinnum.