Fyrri mynd
Nęsta mynd
...
Ok
Velkomin į heimasķšuna okkar. Viš notum vefkökur (e. cookies) til žess aš bęta upplifun žķna og greina umferš um sķšuna. Meš žvķ aš nota vefsķšuna samžykkir žś notkun į vefkökum og skilmįla okkar.
Opna valmynd Loka valmynd
 
 

Opið

mánudaga til föstudaga
frá kl. 8 til 17
Nánari upplýsingar
& pöntunarsími
511 4111

Hafa samband


Áhugavert lesefni

 

Barna- og unglingaþjálfun

 


 

Sjúkraþjálfun AFL býður upp á þjálfun fyrir börn.

Börn geta þurft að leita til sjúkraþjálfara af mörgum ástæðum eins og vegna seinkaðs hreyfiþroska, vegna hreyfihömlunar, eftir slys eða vegna stoðkerfisverkja.

Í upphafi ræðir sjúkraþjálfarinn við foreldra/forráðamenn og barnið sjálft um styrkleika þess og veikleika. Síðan fer fram skoðun, mat á líkamlegri getu þess og færni, gjarnan eru lögð hreyfiþroskapróf fyrir barnið. Því næst eru sett markmið í samráði við foreldra/forráðamenn og jafnvel við barnið sjálft ef það hefur þroska til.
Að lokum er meðferðin sniðin að þörfum einstaklingsins.

Samvinna við aðra svo sem leikskólakennara, kennara, iðjuþjálfa, þroskaþjálfa, stoðtækjafræðinga, sálfræðinga, félagsráðgjafa og lækna er oft á tíðum nauðsynleg til að barnið fái heildræna nálgun á vandamál sín.


Žessi sķša hefur veriš skošuš: 7939 sinnum.