Fyrri mynd
Nęsta mynd
...
Ok
Velkomin į heimasķšuna okkar. Viš notum vefkökur (e. cookies) til žess aš bęta upplifun žķna og greina umferš um sķšuna. Meš žvķ aš nota vefsķšuna samžykkir žś notkun į vefkökum og skilmįla okkar.
Opna valmynd Loka valmynd
 
 

Opið

mánudaga til föstudaga
frá kl. 8 til 17
Nánari upplýsingar
& pöntunarsími
511 4111

Hafa samband


Áhugavert lesefni

 

Þjónusta

Sjúkraþjálfun Afl leggur áherslu á góða og faglega þjónustu á sviði endurhæfingar og þjálfunar í rúmgóðri og vel búinni sjúkraþjálfunarstöð. 
Nauðsynlegt er að skrá og vinna ýmsar persónuog heilsufarsupplýsingar til að geta veitt sem besta þjónustu og sinnt þeim verkefnum sem Afli eru falin og hægt er að lesa nánar um persónuverndarskilmála félagsins hér; PERSÓNUVERNDARSKILMÁLAR 

Hjá Sjúkraþjálfun Afl starfa nú 14 sjúkraþjálfarar sem flestir hafa áralanga starfsreynslu í faginu og hafa sérhæft sig á ýmsum sviðum.

Boðið er upp á alla almenna sjúkraþjálfun. Einstaklingar með stoðkerfisvandamál s.s. vandamál í hálsi, öxlum, baki, mjöðmum, hnjám og ökklum leita oft aðstoðar hjá sjúkraþjálfurum okkar. Sjúkraþjálfun AFL býður uppá m.a. eftirfarandi þjónustu:

Kvillar sem sjúkraþjálfarar meðhöndla:

Vöðvaverkir og stirðleiki í hálsi og herðum
Óstöðugleiki í hálsi og mjóbaki
Höfuðverkir
Einkenni frá mjóbaki t.d. óstöðugleiki eða brjósklos
Einkenni frá brjóstbaki
Stoðkerfisvandamál tengd sjúkdómum og fötlun
Þjálfun eftir veikindi og aðgerðir
Meðhöndlun og þjálfun á meðgöngu
Þjálfun m.t.t. hreyfiþroska barna og unglinga
Meðhöndlun og forvarnir íþróttameiðsla
Endurhæfing og þjálfun í kjölfar slysa
Meðhöndlun og forvarnir atvinnutengdra stoðkerfisvandamála
Fræðsla um heilbrigðan lífsstíl
Meðhöndlun útlimaliða

Hvenær þarftu á sjúkraþjálfun að halda?

Vegna verkja í stoðkerfinu þ.e. vöðvum og liðum og vegna höfuðverkja.
Vegna stirðleika í stoðkerfinu þ.e. hreyfingum hryggjar -eða útlimaliða.
Vegna óstöðugleika í hálsi, hrygg eða útlimaliðum.
Vegna gigtareinkenna.
Vegna hryggskekkju.
Vegna beinþynningar.
Vegna ofþyngdar og ef líkamsástand er ekki gott.
Vegna jafnvægistruflana.
Vegna hjartasjúkdóma.
Vegna áverka eða slysa.
Vegna taugasjúkdóma.
Vegna stoðkerfissjúkdóma.

Meðhöndlun
Liðkandi meðferð, almenn og sérhæfð eftir þörfum
Stöðugleikaþjálfun, almenn og sérhæfð eftir þörfum
Sérhæfð liðameðferð (Manual Therapy)
Færnisþjálfun og önnur æfingameðferð
Vöðvateygjur, tog og liðlosun
Heitir bakstrar og kælimeðferð
Nuddmeðferð
Rafmagnsmeðferð, svo sem hljóðbylgjur og laser
Rebox, blandstraumur, stuttbylgjur og TNS
Slökunarmeðferð
Verkjameðferð s.s nálarstungur, rafmagnsmeðferð og kæling
Örvun á þroska barna m.t.t. eðlilegs hreyfiþroska barna


Žessi sķša hefur veriš skošuš: 26618 sinnum.