Fyrri mynd
Nęsta mynd
...
Ok
Velkomin į heimasķšuna okkar. Viš notum vefkökur (e. cookies) til žess aš bęta upplifun žķna og greina umferš um sķšuna. Meš žvķ aš nota vefsķšuna samžykkir žś notkun į vefkökum og skilmįla okkar.
Opna valmynd Loka valmynd
 
 

Opið

mánudaga til föstudaga
frá kl. 8 til 17
Nánari upplýsingar
& pöntunarsími
511 4111

Hafa samband


Áhugavert lesefni

 

Rifbeinsbrot

(Fractura costae)

 

Orsakir

Brjóstkassinn er samansettur úr 12 pörum af rifbeinum sem festast við brjósthrygginn að aftan og bringubeinið að framan. Brjóstkassinn hefur meðal annars það hlutverk að vernda hjartað, lungun, lifrina og miltað. Á rifbeinin festast vöðvar sem taka meðal annars þátt í öndun.
Rifbeinin er viðkvæm því þau liggja grunnt undir húðinni og hafa litla vörn yfir sér ólíkt flestum öðrum beinum. Rifbeinsbrot verður yfirleitt þegar viðkomandi fær högg á rifbeinin t.d. ef þú dettur eða við mikið álag á rifbeinin eins við íþróttaiðkun.
 

Einkenni

Verkir við djúpa öndun
Verkir við beinan og óbeinan þrýsting á rifbeinin
 

Bráðameðferð:

Bráðameðferð við rifbeinsbrot er aðallega verkjastillandi töflur.
 

Skoðun

Skoðun fer venjulega fram hjá lækni eða sjúkraþjálfara. Hægt er að meta hvort um brot sé að ræða út frá einkennum og með því að þreifa rifbeinin. Hægt er að staðfesta hvort um rifbeinsbrot sé að ræða með ómskoðun. Erfitt er að greina rifbeinsbrot með röntgen mynd.
 

Meðferð

Það er lítið hægt að gera þegar um rifbeinsbrot er að ræða. Meðferðin felst aðallega í því að hlífa rifbeinunum og minnka verkinn með verkja- eða bólgueyðandi töflum á meðan beinið er að gróa. Einnig er hægt að setja kælingu yfir svæðið í 20-30 mín í senn í 2-3 daga eftir að rifbeinið brotnar til þess að minnka verkinn.
Ekki hætta að hreyfa þig en hlustaðu á verkinn. Forðast skal mikla áreynslu og íþróttir þar sem geta orðið árekstrar.
Það er vont að hósta og draga djúpt andann. Hægt er að nota púða til þess að halda við á meðan maður hóstar.
 

Endurhæfing

Eins og kom fram hér að ofan er lítið hægt að gera þegar um rifbeinsbrot er að ræða annað en að hlífa rifbeinunum. Þú þarft að meta það hvenær þú ert tilbúinn til að stunda íþróttir aftur út frá verknum. Miðað er við að halda sig frá íþróttum þar sem geta orðið árekstrar í um það bil 4 vikur eftir brotið.
 

Hafa ber í huga

Ef þér finnst batinn ekki koma með tímanum og þér finnst óþægindin ekki minnka þá skaltu hafa samband við lækni aftur. 
Ef þú færð skyndilega andnauð, þá getur verið að brotni endi rifbeinsins hafi rekist í lungun. Ef þetta gerist verður maður að fara beint upp á bráðamóttöku.

 

 

Efni á aflid.is er aðeins ætlað til fræðslu og upplýsingar. Upplýsingar á aflid.is eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar sjúkraþjálfara, lækna eða annars fagfólks.