Fyrri mynd
Nęsta mynd
...
Ok
Velkomin į heimasķšuna okkar. Viš notum vefkökur (e. cookies) til žess aš bęta upplifun žķna og greina umferš um sķšuna. Meš žvķ aš nota vefsķšuna samžykkir žś notkun į vefkökum og skilmįla okkar.
Opna valmynd Loka valmynd
 
 

Opið

mánudaga til föstudaga
frá kl. 8 til 17
Nánari upplýsingar
& pöntunarsími
511 4111

Hafa samband


Áhugavert lesefni

 

Hopparahné (Jumper“s Knee)

Orsakir

Við síendurtekið, mikið og/eða rangt álag, getur myndast bólga í hnéskeljarsin (patella tendon) en hún er staðsett fyrir neðan hnéskel og tengir hana við legginn. Hlutverk sinarinnar er að flytja krafta framanlærisvöðva yfir á legginn  þannig að það réttist úr hné. 

Mesta álagið á sinina er einmitt við hopp og það að lenda aftur og dregur sjúkdómurinn nafn sitt því af hoppum.  Ef álag verður of mikið á sinina koma smáskemmdir í hana við neðri brún hnéskeljar.  Á byrjunarstigi hopparahnés (vikur-mánuðir) hætta verkir oft eftir upphitun og því æfir fólk oft áfram, en ástandið versnar og versnar þangað til að upphitun dugir ekki til að verkjadeyfa og krónísk bólga og verkir koma í veg fyrir frekari íþróttaiðkun.

 

Einkenni

Venjulega koma verkirnir smám saman yfir langan tíma og versna einkennin við álag eins og æfingar.  Sinin er mjög snertiaum þar sem hún festist við neðanverða hnéskel.  Hún er oft mjög stíf á morgnanna en liðkast þegar líður á daginn og oft er hún orðin þykkari en sú á heilbrigða fætinum.  Stundum geta komið verkir í festur framanlærisvöðva við ofanverða hnéskeljabrún.

Skoðun

Mikilvægt er að leita til læknis eða sjúkraþjálfara til að greina hvort um hopparahné sé að ræða því það að greina ástandið rétt og fá réttar ráðleggingar flýtir verulega fyrir batanum.  Ef skoðun gefur ekki nógu góða mynd af ástandinu eða að bati er hægur eða óásættanlegur þá er hægt að óma sinina.  Ómun getur gefið til kynna hvort um óeðlilega þykknun á sininni sé að ræða, háræðainnvöxtur, örvefur, rifur, kalkmyndun, slímsekkjabólgur og bólgur í aðliggjandi vefjum.


Meðferð

Meðferð fellst í því að koma í veg fyrir að verkir komi fram við hreyfingar og því þarf að hætta að stunda þær hreyfingar sem valda verkjum.  Ef meðferð hefst snemma er stundum hægt að jafna sig á nokkrum vikum en ef verkir hafa verið lengi til staðar má búast við að þetta geti tekið nokkra mánuði.
Yfirleitt hjálpa bólgueyðandi lyf ekki mikið en eru oft notuð og stundum er bólgueyðandi steralyfi sprautað í aðliggjandi vefi til að minnka þykknanir í sininni.  Ísbakstrar hjálpa til við að slá á verki og bólguviðbrögð við álagi og því er gott að kæla eftir æfingar.  Ávallt skal varast að setja ís beint á húð þar sem það getur valdið kalsári.

Við minniháttar tilfellum getur hlíf (patellar tendon strap) hjálpað til við að slá á einkennin með því að setja þrýsting á sinina þegar kraftar framanlærisvöðva eru fluttir yfir á sköflunginn.  Þetta minnkar álagið á sinina og þar með verkina við að rétta úr hné.

Lykillinn að því að ná sér er að stunda æfingar sem flýta fyrir bata án þess að valda of miklu álagi á sinina.  Hvíld frá íþróttinni er því oft nauðsynleg í allt að sex mánuði því það tekur líkamann langan tíma að endurgera sinavef.  Það er hægt að flýta fyrir þessum bata með aðferðum sjúkraþjálfunar. 

Hlaup og hopp á að forðast, hjólreiðar, sund og hlaup í vatni með flotbelti hjálpa og viðhalda úthaldi og styrk.  Rannsóknir hafa sýnt að með því að stunda æfingar þar sem framanlærisvöðvinn er látinn vinna í lengingu (eccentric) flýti verulega fyrir bata.
(sjá myndband af æfingum) 


Forvarnir

Til að koma í veg fyrir að hopparahné komi á alltaf að fara varlega í að auka álag, tíðni og ákefð æfinga, allar snöggar breytingar á æfingaprógrammi geta valdið álagseinkennum.  Mikilvægt er að styrkja vöðva og viðhalda liðleika til að koma í veg fyrir meiðsli.   Æfið ávallt á góðum íþróttaskóm og á undirlagi sem hentar íþróttinni sem þið stundið.

 

Efni á aflid.is er aðeins ætlað til fræðslu og upplýsingar. Upplýsingar á aflid.is eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar sjúkraþjálfara, lækna eða annars fagfólks.