Fyrri mynd
Nęsta mynd
...
Ok
Velkomin į heimasķšuna okkar. Viš notum vefkökur (e. cookies) til žess aš bęta upplifun žķna og greina umferš um sķšuna. Meš žvķ aš nota vefsķšuna samžykkir žś notkun į vefkökum og skilmįla okkar.
Opna valmynd Loka valmynd
 
 

Liðbandameiðsli í hné


Hnémeiðsli eru mjög algeng meðal skíðamanna og eru þau u.þ.b. þriðjungur allra skíðameiðsla. Innanvert hliðarliðbandið (MCL) í hnénu verður oftast fyrir meiðslum, þar sem að snúningur í hnénu veldur tognun á liðbandinu. Tíðni hnémeiðsla hafur verið svipuð síðustu 25 árin, en alvarleiki þeirra er orðinn meiri og sjást nú mun fleiri liðbandaslit þ.a.m krossbandaslit (ACL).

Það eru nokkrar ástæður fyrir auknum krossbandameiðslum á skíðum. Ber þar fyrst að nefna skíðabúnaðinn. Þrátt fyrir að þróun í skíðaklossum og skíðabindingum hafa leitt af sér færri í ökkla- og leggmeiðsli, þá hefur það aukið líkurnar á krossbandameiðslum. Skíðbindingar eru hannaðar til að forðast beinbrot í fótleggjum, en losunarbúnaðurinn er ekki nógu hraður til að verja hnéið fyrir skyndilegum snúningsáverkum.

MCL.jpg


Tognun á innra liðbandi (MCL)


20080102205418433.jpgSlitið fremra krossband (ACL) 


Efni á aflid.is er aðeins ætlað til fræðslu og upplýsingar. Upplýsingar á aflid.is eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar sjúkraþjálfara, lækna eða annars fagfólks.