Fyrri mynd
Nęsta mynd
...
Ok
Velkomin į heimasķšuna okkar. Viš notum vefkökur (e. cookies) til žess aš bęta upplifun žķna og greina umferš um sķšuna. Meš žvķ aš nota vefsķšuna samžykkir žś notkun į vefkökum og skilmįla okkar.
Opna valmynd Loka valmynd
 
 

Opið

mánudaga til föstudaga
frá kl. 8 til 17
Nánari upplýsingar
& pöntunarsími
511 4111

Hafa samband


Áhugavert lesefni

 

Krossbandsmeiðsli (ACL)

ACL mynd.jpg


Orsakir

Slit á fremra krossbandi verða yfirleitt við hlaup og hopp með skyndilegum stefnubreytingum eða þegar menn detta t.d. á skíðum.

Einkenni

Oft finnst eða heyrist smellur í hnénu þegar krossbandið gefur sig. Í kjölfarið bólgnar hnéliðurinn upp og hreyfigeta minnkar. Viðkomandi getur einnig fundist að hnéð sé óstöðugt og að hann hafi ekki fulla stjórn á því. Misjafnt er hversu miklir verkir fylgja áverkanum.


Bráðameðferð

Mikilvægt er að þekkja rétt viðbrögð við íþróttameiðslum - RICE meðferðin. Meðferðina á að byrja sem allra fyrst eftir meiðsli. Ef RICE meðferðinni er beitt rétt frá byrjun, þá minnkar bæði blæðingin og bólgan, örvefsmyndun verður minni og það minnkar líkurnar á langvarandi óþægindum. Einnig styttir það endurhæfingartímann og viðkomandi nær fyrr bata.

Skoðun

Ávalt skal leita til læknis eða sjúkraþjálfara ef grunur um krossbandsáverka er að ræða, til að fá rétta greiningu. Það eru framkvæmd ýmis próf til að meta stöðugleikann í hnénu. Í sumum tilfellum þarf að ?tappa af? hnénu og ef blóð er í liðvökvanum styrkir það grun um krossbanda áverka. Myndgreining s.s. ómskoðun eða segulómun eru oft notaðar til að staðfesta slit á krossbandi.
Ef hvorki skoðun né myndrannsókn er reynist nægja til að staðfesta krossbandsslit þá er hægt að framkvæma litla aðgerð (speglun á hnénu) sem tekur af allan vafa.


Meðferð

Ungt íþróttafólk , þeir sem hreyfa sig mikið og aðrir með líkamlega krefjandi vinnu fara oftast í krossbandsaðgerð.
Mikilvægt er að hafa samband við sjúkraþjálfara til að fá æfingaprógramm hvort sem viðkomandi þarf að fara í aðgerð eða ekki. Mikil áhersla er lögð á styrktar- og stöðuleikaþjálfun. Þeir einstaklingar sem þurfa að fara í aðgerð og hafa verið duglegir í æfingum fyrir hana, eru fljótari að jafna sig eftir aðgerðina.
Eftir aðgerð tekur við löng endurhæfing hjá sjúkraþjálfara sem að er sniðin eftir þörfum einstaklingsins því  ástand manna er mjög mismunandi. Algengast er að það taki 6-9 mánuði að ná fullum bata eftir krossbandsaðgerð. (endurhæfing eftir krossbandsaðgerð)

Efni á aflid.is er aðeins ætlað til fræðslu og upplýsingar. Upplýsingar á aflid.is eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar sjúkraþjálfara, lækna eða annars fagfólks.