Fyrri mynd
Nęsta mynd
...
Opna valmynd Loka valmynd
 
 

Opið

mánudaga til föstudaga
frá kl. 8 til 17
Nánari upplýsingar
& pöntunarsími
511 4111

Hafa samband


Áhugavert lesefni

 

Eldri fréttir

  1-20 af 20  
KlukkanDagsetningFrétt
08:07 09. jan. 2018  

Skíði - góð ráð og algeng meiðsli

1. Vertu viss um að vera í góðri líkamlegri þjálfun áður en þú ferð í skíðaferð. 2. Veldu skíðaútbúnað sem henta þínu líkamsástandi, skíðagetu, kyni og aldri. Mjög mikið úrval er til af skíðavörum og því skal alltaf leita eftir aðstoð sérfræðinga ef þú ert í vafa um hvaða útbúnaður hentar þér. 3. Láttu yfirfara skíðabindingarnar og ...........
09:42 08. sep. 2017  

Alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar

8.september

Í dag er alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar. Sjúkraþjálfarar eru sérhæfðir í greiningu á stoðkerfisvanda, endurhæfingu, þjálfun og forvörnum. Þeir greina hreyfivanda og annan vanda sem aftrar fólki frá því að vera virkt og sjálfstætt. Þeir finna leiðir fyrir fólk til aukinnar þátttöku með meðferð, þjálfun og hvatningu.
14:25 24. jún. 2017  

Reiðhjólameiðsli

Höfuðmeiðsl eru alvarlegustu áverkar sem hljótast af hjólreiðaslysum. Notkun hlífðarhjálms kemur ekki í veg fyrir slysin en dregur úr alvarleika þeirra og minnkar líkurnar á alvarlegum höfuðmeiðslum. Hjálmur getur greint á milli heilahristings og höfuðkúpubrots og jafnvel lífs og dauða. Sérstaklega er mikilvægt að ...
13:15 20. mars 2017  

Alzheimer og forvarnir

Alzheimerssjúkdómur er framsækinn og óafturkræfur heilasjúkdómur sem smám saman veikir hugarstarf fólks, þangað til það getur ekki lengur sjálft framkvæmt einföldustu athafnir daglegs lífs. Framgangur sjúkdómsins er einstaklingsbundinn..........
08:53 24. jan. 2017  

Sjúkraþjálfun ungbarna

Við á Afli höfum tekið í notkun nýtt meðferðarrými sem er sérbúið fyrir þjálfun ungbarna. Sjúkraþjálfarar sem sjá um þjálfun barna sérhæfa sig í að skoða hreyfifærni, hreyfiþroska og greina frávik. Ef þörf er á meðferð ........
11:22 03. jan. 2017  

Börn þurfa sjúkraþjálfun vegna snjallsímanna

Börn jafnvel yngri en tíu ára þurfa sjúkraþjálfun vegna verkja í baki, herðum og hálsi. Fleiri börn leita til sjúkraþjálfara nú en áður og mikil snjallsímanotkun er talin helsta ástæðan. Sextíu prósentum fleiri börn leita til sjúkraþjálfara í Danmörku vegna verkja en fyrir tíu árum...
09:22 11. nóv. 2016  

Sykursýki

Sykursýki er langvinnur sjúkdómur sem leiðir til of mikils sykurs (glúkósa) í blóðinu, því líkaminn getur ekki brotið niður sykur á eðlilegan hátt. Fræðiheitið á sykursýki er diabetes mellitus. Sykursýki er efnaskiptasjúkdómur sem einkennist af of háum blóðsykri sem stafar annað hvort af of litlu magni insúlíns í blóði eða af óeðlilegri virkni insúlíns í blóðinu......
13:09 20. okt. 2016  

Gættu beina þinna

Beinþynning er sjúkdómur í beinum sem veldur því að beinmassinn minnkar og misröðun verður í innri byggingu beinsins sem leiðir til aukinnar hættu á beinbrotum. Hún á sér stað þegar beinmagnið minnkar hraðar en líkaminn endurnýjar það. Flest brot af völdum beinþynningar verða á framhandlegg, hryggjarliðum, rifjum og mjöðm og valda þau miklum verkjum og verulegri hreyfi- og færniskerðingu.
13:00 07. jún. 2016  

Algeng hjólameiðsli

Reiðhjólaslysum hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. Höfuðmeiðsl eru alvarlegustu áverkar sem hljótast af hjólreiðaslysum. Notkun hlífðarhjálms kemur ekki í veg fyrir slysin en dregur úr alvarleika þeirra og minnkar líkurnar á alvarlegum höfuðmeiðslum. Hjálmur getur greint á milli heilahristings og höfuðkúpubrots og jafnvel lífs og dauða.
13:03 06. maí 2016  

Svona hámarkarðu ánægju af hlaupum

Þegar fólk ætlar að byrja að æfa hlaup er ýmislegt sem þarf að huga að ef markmiðið er að njóta hlaupanna og hámarka ánægju í tengslum við þau,“ segir Helga Þóra Jónasdóttir, sjúkraþjálfari hjá sjúkraþjálfuninni Afli. Hér eru þrjú lykilatriði sem hún mælir með að séu fólki efst í huga þegar það byrjar að hlaupa.
09:12 12. apr. 2016  

Hlaupatengd meiðsli

Varasamt að auka bæði hraða og lengd á sama tíma

Sjúkraþjálfarar hjá Afli sjúkraþjálfun hafa áralanga reynslu af meðhöndlun hlaupatengdra meiðsla og leggja áherslu á að greina rót vandans svo koma megi í veg fyrir endurtekin meiðsli. Rúnar Marinó Ragnarsson sjúkraþjálfari segir varasamt að auka bæði...
10:41 10. feb. 2016  

Notkun farsíma

Við lifum á tímum þar sem snjallsíma- og spjaldtölvu tæki eru stór þáttur í okkar daglega lífi. Flest okkar skoða snjallsímann sinn margoft á dag til að athuga skilaboð, tölvupóst, vafra um netið eða til að hringja. Sumir nota þessi tæki til að horfa á bíómyndir eða til að lesa rafbækur. Ef þú ert einn af þessum notendum þá er komin tími til að staldra við og líta uppúr símanum
09:18 17. sep. 2015  

Líkamsþyngdar- stuðull (BMI)

Þegar hlutfall fitu í líkamanum er komin yfir ákveðin mörk getur hún haft áhrif á heilsu þína. Þú getur fylgst með hlutfallinu með því að finna þyngdarstuðul þinn með BMI útreikningum. Líkamsþyngdarstuðull er reiknaður út frá líkamsþyngd og hæð og er notaður sem mælikvarði á holdafar fólks.
09:14 08. mars 2015  

Íþróttameiðsli skuggalega algeng

Rúmlega helmingur þeirra ungmenna sem æfðu með íþróttafélagi á 12 mánaða tímabili þurfti læknisfræðilega aðstoð einu sinni eða oftar vegna íþróttameiðsla. Rúmlega helmingur þeirra ungmenna sem æfðu með íþróttafélagi á 12 mánaða tímabili þurfti læknisfræðilega aðstoð einu sinni eða oftar vegna íþróttameiðsla.
11:57 02. mars 2015  

Nútímaleg þjálfun fyrir börn með heilaskaða

Sjúkraþjálfunin AFL býður upp á þjálfun fyrir börn með heilaskaða með aðstoð tölvuforritsins Mitii. Upphaflega var Mitii forritið hannað fyrir börn með heilalömun (CP) en rannsóknir hafa sýnt að þjálfun með forritinu getur aukið bæði hreyfigetu og vitræna færni hjá öllum einstaklingum með heilaskaða.
10:43 15. jan. 2015  

Hreyfingarleysi er hættulegra en offita

Ný bresk rannsókn bendir til þess að hreyfingarleysi valdi fleiri dauðsföllum í Evrópu en offita. Um tólf ára langa rannsókn var að ræða þar sem vísindamenn við Cambridge háskólann á Englandi rannsökuðu um þrjúhundruð þúsund einstaklinga. Þeir segja að niðurstöðurnar bendi til þess að tæplega sjöhundruð þúsund dauðsföll í Evrópu á hverju ári megi rekja til hreyfingarleysis á meðan dauðsföll af völdum offitu séu rúmlega þrjúhundruð þúsund. Að þeirra mati er nóg að hreyfa sig rösklega í tuttugu mínútur á dag til þess að ná fram jákvæðum áhrifum og auka lífslíkurnar.
08:51 20. okt. 2014  

Alþjóðlegur beinverndardagur 20.október 2014

Á Íslandi verða á milli 1400 og 1500 beinbrot vegna beinþynningar á ári eða um þrjú til fjögur beinbrot á dag, þar af eru um 250 mjaðmarbrot, eða eitt brot alla virka daga ársins. Við miðjan aldur mun ein af hverjum þremur konum og einn af hverjum fimm körlum brotna af völdum beinþynningar síðar á ævinni en áhættan eykst með auknum aldri.
10:48 13. okt. 2014  

Sjúkraþjálfun barna

Alexandra Guttormsdóttir sjúkraþjálfari á AFli ásamt Hönnu Marteinsdóttur og Hafdísi Ólafsdóttur eru í forsvari fyrir faghóp um sjúkraþjálfun barna veturinn 2014-2015. Markmið hópsins er að efla fagmennsku sjúkraþjálfara sem vinna með börn og bæta þjónustu við börn sem þurfa á fjölþættri þjálfun að halda. Leitast er við að bæta samvinnu sjúkraþjálfara og að efla samstarf sjúkraþjálfara og annarra fagstétta. Faghópurinn stuðlar að leiðum til heildrænnar meðferðar fyrir börn og fjölskyldur þeirra í samstarfi við forráðamenn, aðrar fagstéttir og yfirvöld. Faghópurinn skipuleggur fræðslufundi og heldur námskeið. Fræðslufundir eru að jafnaði 4-5 á tímabilinu september til maí.
14:12 02. sep. 2014  

Góð ráð í ræktinni

Ásdís Árnadóttir, sjúkraþjálfari hjá Afli sjúkraþjálfun og hóptímakennari hjá World Class, gefur góð ráð til þeirra sem ætla að taka á í ræktinni í vetur. Hún segir mikilvægt byrjendur fái leiðbeiningar og byrji rólega. Það er mjög skemmtilegt og hvetjandi að sjá árangur og að geta smám saman meira. Hér gildir þó að hafa stignun skynsamlega og hlusta á líkamann. Þannig má forðast meiðsli og..........
11:50 24. ág. 2014  

Höfuðverkur / mígreni

Höfuðverkur er sársauki sem einstaklingur finnur fyrir í höfði og/eða hálsi. Höfuðverkur getur átt uppruna sinn frá mismunandi stöðum. Verkirnir geta komið frá vöðvum eða liðum í hálsi og herðum, kjálkalið, augum, eyrum, og jafnvel tönnum. Eins eru líffærahlutar í höfuðkúpu t.d. æðar og taugar sem eru mjög næmir og viðkvæmir fyrir hverskonar breytingum eins og þrýstingi, togi eða bólgum og þær breytingar geta valdið verk.