Fyrri mynd
Nęsta mynd
...
Opna valmynd Loka valmynd
 
 

Höfuð og hálsmeiðsli

Heilinn er vel varinn í höfuðkúpunni, umlukin mænuvökva sem dempar högg og jafnar þrýsting. Minniháttar höfuðhögg valda ekki varanlegu meini en þungt högg getur valdið beinum áverka á heila. Það fer eftir eðli og þyngd höggsins hversu mikill áverkinn er.
Hálshnykkur verður þegar höfuðið kastast fram, aftur eða til hliðar með tilheyrandi álagi á hálshrygginn. Hálshnykkur getur orðið með ýmsum hætti s.s. við fall eða íþróttaiðkun en oft verður hann við bílslys, sérstaklega aftaná keyrslu. Við aftaná keyrslu er algengt að svo kallaður „whiplash“ hnykkur eigi sér stað, en við höggið kastast höfuðið fyrst aftur (hyperextension) og svo fram (hyperflexion) á töluverðum hraða. 


 

 Höfuðhögg
 
 
 
 
Hálshnykkur
 
 
 
 
 Höfuðverkur/mígreni