Fyrri mynd
Nęsta mynd
...
Ok
Velkomin į heimasķšuna okkar. Viš notum vefkökur (e. cookies) til žess aš bęta upplifun žķna og greina umferš um sķšuna. Meš žvķ aš nota vefsķšuna samžykkir žś notkun į vefkökum og skilmįla okkar.
Opna valmynd Loka valmynd
 
 

Opið

mánudaga til föstudaga
frá kl. 8 til 17
Nánari upplýsingar
& pöntunarsími
511 4111

Hafa samband


Áhugavert lesefni

 

Blöðrur (blisters)

blaðra.jpg

Hvað eru blöðrur?

Langflestir íþróttamenn hafa einhverntíman upplifað að fá blöðrur á fæturna. Algengustu staðirnir eru hælar, tær og táberg.  Blöðrur geta komið af völdum kröftugs núnings í stuttan tíma eða eftir minni langvarandi núning. Blöðrur myndast undir húðþekjunni þegar húðin verður fyrir núningi/ertingu. Það myndast blóðvökvi (glær) undir húðinni og húðin lyftist upp í kjölfarið. Vökvafyllltar blöðrur vernda í raun skemmda vefinn undir meðan hann er að jafna sig. Blöðrum fylgir oft sársauki.

Hvernig er hægt að fyrirbyggja blöðrur?

Hlaupaskór: Vera í skóm sem henta þér vel. Mikilvægt er að venjast nýjum skóm smátt og smátt. Aldrei fara í nýjum skóm í langhlaup.

Hlaupasokkar: Nota sérstaka hlaupasokka, sem gerðir eru úr efnum sem ætluð eru til að verja fótinn fyrir núningi, svita og hita.

Blöðruplástrar: Hægt er að nota sértaka blöðruplástra sem verja fótinn gegn núningi/ertingu

Hvað er til ráða?

Ekki er ráðlegt að sprengja blöðrur nema þær séu stórar eða valdi sársauka. Ef sprengja þarf blöðru er mikilvægt að notuð séu sótthreinsuð áhöld, mjög gott er að nota nál. Ef vökvinn sem kemur úr blöðrunni er ekki glær, þá er líklegt að sýking sé til staðar og ráðlegt að fá lækni til að líta á hana.
Ekki skal rífa húð af sprunginni blöðru, því að húðin sem er að vaxa undir er mjög viðkvæm og þarf á vörn að halda. Komi blóð úr blöðru þegar hún springur er trúlegt að húðin yfir svæðinu hafi rifnað frá þegar hún sprakk en nýja húðin undir ekki náð að gróa nægilega vel.

Efni á aflid.is er aðeins ætlað til fræðslu og upplýsingar. Upplýsingar á aflid.is eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar sjúkraþjálfara, lækna eða annars fagfólks.